Hið opinbera komi til móts við kostnað vegna GDPR Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 14:48 Ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd, General Data Protection Regulation, tók gildi á þessu ári. Getty/nicoelnino Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“ Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands skorar á stjórnvöld að draga úr opinberum álögum á fyrirtæki svo þau séu betur í stakk búinn til að standa straum af þeim kostnaði sem kominn er til vegna innleiðingar fyrirtækjanna á GDPR, nýju persónuverndarlögunum. Ráðið áætlar að kostnaður fyrirtækjanna muni nema um 1,3 milljörðum á ári auk þeirra „hundruð milljóna“ sem fyrirtækin vörðu í sjálfa innleiðinguna. Kostnaðurinn er áætlaður út frá könnun sem Viðskiptaráð lagði fyrir aðildarfélög sín, en rétt er þó að taka fram að úrtakið er ekki nema 80 fyrirtæki - „og langt frá því að telja öll fyrirtæki á Íslandi,“ eins og Viðskiptaráð gengst við í frétt á vef sínum. Persónuverndarreglugerðin leggur auknar skyldur á íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar, en ein þerra er skipun á persónuverndarfulltrúa. Kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni um kostnað við ráðningu persónuverndarfulltrúanna er áætlaður um 230 milljónir árlega og annar kostnaður vegna reglnanna ríflega 100 milljónir.Hér ber að líta áætlun Viðskiptaráðs á kostnaðinum sem atvinnulífið mun bera vegna GDPR.Viðskiptaráð„Árlegur kostnaður íslenskra fyrirtækja af GDPR til frambúðar er því 1,3 milljarðar króna þegar kostnaður fyrirtækjanna sem svöruðu könnuninni er uppreiknaður yfir á íslenskt atvinnulíf.“ Með sömu aðferðafræði áætlar Viðskiptaráð að íslenskt atvinnulíf hafi alls varið um 160 þúsund vinnustundum við innleiðingu GDPR, samanlagt á áttunda tug starfsára. Þannig sé áætlað að stóru bankarnir þrír muni á næstu sex árum verja um milljarði króna í innleiðingu og ráðningu persónuverndarfulltrúa. Viðskiptaráð segir að þessum tíma og peningum hefði mátt verja með öðrum hætti, til að mynda í að þjónusta viðskiptavini, vöruþróun eða aðra verðmætasköpun. Þetta sé þannig ekki til þess fallið að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að lækka verð til neytenda eða standa í samkeppni á alþjóðlegum vettvangi. Þó svo að Viðskiptaráð segist vera fyllilega fylgjandi persónuvernd þykir því ekki rétt að viðskiptalífið beri eitt straum af þessum kostnaði. „Álögur hins opinbera á íslensk fyrirtæki sníða þeim nú þegar þröngan kost í innlendri og sérstaklega í alþjóðlegri samkeppni, samkeppni sem mun ráða úrslitum um lífskjör á Íslandi til frambúðar. Í ljósi þessa skorar Viðskiptaráð á stjórnvöld að taka höndum saman við viðskiptalífið í þessum mikilvægu verkefnum, það er að tryggja persónuvernd án þess að rýra samkeppnishæfni, og draga úr opinberum álögum sem nemur þessum kostnaði. Því mætti til dæmis ná fram með meiri lækkun tryggingagjaldsins en þegar hefur verið boðuð eða með lækkun tekjuskatts.“
Tækni Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar "Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. 16. júlí 2018 06:00