Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2018 11:22 Páll Magnússon hellti sér yfir Pírata í gær fyrir að þjófkenna Ásmund Friðriksson. Björn Leví segir Pál vera að biðja um það hið sama og fyrirspurn hans snýst um: Að akstursstyrkir Ásmundar verði rannsakaðir. „Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd. Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
„Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd.
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19