Við þurfum að efla fræðslu Hjörvar Ólafsson skrifar 8. nóvember 2018 13:30 Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur á góðri stund. vísir/óskaró Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í gær. Elísa fjallaði þar um mikilvægi góðrar næringar hjá íþróttafólki. Margrét Lára ræddi þar hins vegar landlægt vandamál í íþróttum sem kvíði og þunglyndi eru og reifaði leiðir til þess að bregðast við andlegri vanlíðan hjá íþróttafólki. „Kvíðaeinkenni má finna alls staðar í þjóðfélaginu og það á líka við um íþróttafólk. Ég rannsakaði árið 2015 atriði er varða kvíða og þunglyndi hjá þeim fótboltamönnum, handboltamönnum og körfuboltamönnum sem léku erlendis á þeim tíma. Þar kom í ljós að rúmlega 40% finna fyrir vægum eða meðalmiklum einkennum kvíða og um það bil 36% glíma við sams konar einkenni af þunglyndi. Það væri fróðlegt að gera sams konar rannsókn á einhverju mengi þeirra sem æfa hér á landi,“ segir Margrét Lára í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst helsta verkefni okkar sem höfum hug á því að bæta stöðuna í geðheilbrigðismálum að einfalda leið fólks að sálfræðingum og öðrum fagaðilum. Vísa þeim á skýrari hátt á einhvern sem getur aðstoðað á faglegan hátt. Þessi þjónusta er svo afar dýr eins og staðan er núna og mér finnst við þurfa að koma betur fjárhagslega til móts við þá sem þurfa á andlegri aðstoð að halda,“ segir hún um þær áskoranir sem blasa við. „Félögin þurfa svo að vera vakandi fyrir því að koma félagsmönnum sínum til hjálpar. Fræðsla er lykilatriði þar og við systurnar erum boðnar og búnar til þess að koma að því ef félögin vilja. Það er oft leitað til sálfræðinga þegar hlutirnir eru komir í óefni, en við þurfum að vera duglegri við fyrirbyggjandi aðgerðir. Þjálfarar gegna lykilhlutverki og með fyrirlestri eins og þeim sem ég var að halda getum við kennt þeim að taka eftir einkennum kvíða og þunglyndis. Hver fyrstu skrefin séu til þess að taka á slíkum málum og hvert sé mögulegt að vísa þeim sem glíma við slíkan vanda,“ segir Valsarinn um hlutverk íþróttafélaga í þessum málaflokki. „Það hefur mikið breyst frá því að ég byrjaði í fótboltanum og umræðan um þessi mál er mikið opnari núna en áður. Leikmenn þora meira að tjá sig um andlega vanheilsu og leita meira til þjálfara sinna eða fagaðila ef eitthvað bjátar á. Þjálfarar eru líka betur í stakk búnir til þess að taka á svona málum, en ef þeir telja sig ekki geta leyst vandann þarf að kalla til sérfræðinga. Það má ekki bara setja vandamálin undir stól eins og vill gerast. Við höfum tekið skref fram á við í þessum efnum, en betur má ef duga skal,“ segir framherjinn um þróun mála hvað geðheilbrigðismál íþróttafólks varðar. „Við systurnar viljum gera okkar til þess að koma sérfræðiþekkingu okkar þangað sem það skiptir máli. Við höfum mikinn áhuga á því að láta gott af okkur leiða og breiða út þá sérfræðiþekkingu sem við höfum aflað okkur. Okkur finnst það okkar hlutverk að fræða íþróttafólk á því sviði sem við höfum menntað okkur í og erum reiðubúnar að halda fyrirlestra þar sem þess er óskað,“ segir þessi reynslumikli leikmaður. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í gær. Elísa fjallaði þar um mikilvægi góðrar næringar hjá íþróttafólki. Margrét Lára ræddi þar hins vegar landlægt vandamál í íþróttum sem kvíði og þunglyndi eru og reifaði leiðir til þess að bregðast við andlegri vanlíðan hjá íþróttafólki. „Kvíðaeinkenni má finna alls staðar í þjóðfélaginu og það á líka við um íþróttafólk. Ég rannsakaði árið 2015 atriði er varða kvíða og þunglyndi hjá þeim fótboltamönnum, handboltamönnum og körfuboltamönnum sem léku erlendis á þeim tíma. Þar kom í ljós að rúmlega 40% finna fyrir vægum eða meðalmiklum einkennum kvíða og um það bil 36% glíma við sams konar einkenni af þunglyndi. Það væri fróðlegt að gera sams konar rannsókn á einhverju mengi þeirra sem æfa hér á landi,“ segir Margrét Lára í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst helsta verkefni okkar sem höfum hug á því að bæta stöðuna í geðheilbrigðismálum að einfalda leið fólks að sálfræðingum og öðrum fagaðilum. Vísa þeim á skýrari hátt á einhvern sem getur aðstoðað á faglegan hátt. Þessi þjónusta er svo afar dýr eins og staðan er núna og mér finnst við þurfa að koma betur fjárhagslega til móts við þá sem þurfa á andlegri aðstoð að halda,“ segir hún um þær áskoranir sem blasa við. „Félögin þurfa svo að vera vakandi fyrir því að koma félagsmönnum sínum til hjálpar. Fræðsla er lykilatriði þar og við systurnar erum boðnar og búnar til þess að koma að því ef félögin vilja. Það er oft leitað til sálfræðinga þegar hlutirnir eru komir í óefni, en við þurfum að vera duglegri við fyrirbyggjandi aðgerðir. Þjálfarar gegna lykilhlutverki og með fyrirlestri eins og þeim sem ég var að halda getum við kennt þeim að taka eftir einkennum kvíða og þunglyndis. Hver fyrstu skrefin séu til þess að taka á slíkum málum og hvert sé mögulegt að vísa þeim sem glíma við slíkan vanda,“ segir Valsarinn um hlutverk íþróttafélaga í þessum málaflokki. „Það hefur mikið breyst frá því að ég byrjaði í fótboltanum og umræðan um þessi mál er mikið opnari núna en áður. Leikmenn þora meira að tjá sig um andlega vanheilsu og leita meira til þjálfara sinna eða fagaðila ef eitthvað bjátar á. Þjálfarar eru líka betur í stakk búnir til þess að taka á svona málum, en ef þeir telja sig ekki geta leyst vandann þarf að kalla til sérfræðinga. Það má ekki bara setja vandamálin undir stól eins og vill gerast. Við höfum tekið skref fram á við í þessum efnum, en betur má ef duga skal,“ segir framherjinn um þróun mála hvað geðheilbrigðismál íþróttafólks varðar. „Við systurnar viljum gera okkar til þess að koma sérfræðiþekkingu okkar þangað sem það skiptir máli. Við höfum mikinn áhuga á því að láta gott af okkur leiða og breiða út þá sérfræðiþekkingu sem við höfum aflað okkur. Okkur finnst það okkar hlutverk að fræða íþróttafólk á því sviði sem við höfum menntað okkur í og erum reiðubúnar að halda fyrirlestra þar sem þess er óskað,“ segir þessi reynslumikli leikmaður.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn