Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör. Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör.
Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira