Skýringar smyglara á kókaíni í nærbuxunum „afar fjarstæðukendar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 17:34 Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/anton brink Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira