La Liga á Spáni: Man. City og PSG eiga skilið refsingu fyrir svindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Vísir/Getty Fréttir þýska blaðsins Der Spiegel af meintum brotum Manchester City og Paris Saint Germain á rekstrarreglum UEFA hefur kallað á viðbrögð frá forráðamönnum La Liga á Spáni. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur haldið áfram að birta fréttir um möguleg fjármálabrot enska og franska félagsins á rekstrarreglum UEFA fyrir knattspyrnufélög en bæði eru þau í eigu ríkra eiganda frá Mið-Austurlöndum. Áður hafði blaðið sagt frá því að eigendur Manchester City og Paris Saint Germain hafi borgað veglega með styrktarsamningum til félagsins til að láta líta svo út að félagið væri að afla meiri tekna. Nýjustu ásakanir þýska blaðsins snúa að greiðslu City til leikmanna í tengslum við ímyndarétt leikmanna. Leikmennirnir fengu borgað fyrir hann í gegnum skúffufyrirtæki og peningarnir komu því aldrei fram á reikningum tengdum Manchester City. Allt þetta hjálpaði Manchester City og Paris Saint Germain að eyða miklu meira í leikmenn en önnur félög. Peningar eigendanna hjálpuðu vissulega til en með þessu töldu þeir sig komast hjá því að brjóta rekstrarreglurnar. Reglur evrópska knattspyrnusambandsins um háttvísi í rekstri segja svo til um að félögin megi ekki eyða meiri peningum í leikmannakaup en þau afla sér. Manchester City hit by more allegations over Uefa’s financial fair play rules https://t.co/mPbwRcT1ce By @seaningle — Guardian sport (@guardian_sport) November 6, 2018Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, hóta því nú að senda inn formlega kvörtun til evrópska knattspyrnusambandsins þar sem þeir kalla eftir því að Manchester City og Paris Saint Germain verði refsað fyrir meint svindl. Joris Evers, talsmaður La Liga á Spáni, segist í samtali við BBC vonast eftir því að UEFA taki á brotum félaganna og fylgi eftir sínum reglum en viðurkennir jafnfram að hann hafi þó ekki fulla trú á því.La Liga says Manchester City and Paris St-Germain "are cheating and should be sanctioned". Full storyhttps://t.co/0bZi8lquTr#MCFCpic.twitter.com/4Vsg7KRt4n — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Fréttir þýska blaðsins Der Spiegel af meintum brotum Manchester City og Paris Saint Germain á rekstrarreglum UEFA hefur kallað á viðbrögð frá forráðamönnum La Liga á Spáni. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur haldið áfram að birta fréttir um möguleg fjármálabrot enska og franska félagsins á rekstrarreglum UEFA fyrir knattspyrnufélög en bæði eru þau í eigu ríkra eiganda frá Mið-Austurlöndum. Áður hafði blaðið sagt frá því að eigendur Manchester City og Paris Saint Germain hafi borgað veglega með styrktarsamningum til félagsins til að láta líta svo út að félagið væri að afla meiri tekna. Nýjustu ásakanir þýska blaðsins snúa að greiðslu City til leikmanna í tengslum við ímyndarétt leikmanna. Leikmennirnir fengu borgað fyrir hann í gegnum skúffufyrirtæki og peningarnir komu því aldrei fram á reikningum tengdum Manchester City. Allt þetta hjálpaði Manchester City og Paris Saint Germain að eyða miklu meira í leikmenn en önnur félög. Peningar eigendanna hjálpuðu vissulega til en með þessu töldu þeir sig komast hjá því að brjóta rekstrarreglurnar. Reglur evrópska knattspyrnusambandsins um háttvísi í rekstri segja svo til um að félögin megi ekki eyða meiri peningum í leikmannakaup en þau afla sér. Manchester City hit by more allegations over Uefa’s financial fair play rules https://t.co/mPbwRcT1ce By @seaningle — Guardian sport (@guardian_sport) November 6, 2018Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, hóta því nú að senda inn formlega kvörtun til evrópska knattspyrnusambandsins þar sem þeir kalla eftir því að Manchester City og Paris Saint Germain verði refsað fyrir meint svindl. Joris Evers, talsmaður La Liga á Spáni, segist í samtali við BBC vonast eftir því að UEFA taki á brotum félaganna og fylgi eftir sínum reglum en viðurkennir jafnfram að hann hafi þó ekki fulla trú á því.La Liga says Manchester City and Paris St-Germain "are cheating and should be sanctioned". Full storyhttps://t.co/0bZi8lquTr#MCFCpic.twitter.com/4Vsg7KRt4n — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira