„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 20:30 Bertha Lena Sverrisdóttir er nemandi á náttúrufræðibraut í FG. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28
Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels