Skýrt í handbókum hvernig bregðast skuli við bili mælar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 20:45 Gögn úr svarta kassa Lion Air farþegaflugvélarinnar sem fórst úti fyrir strönd Jövu í síðustu viku sýna að mælar í flugstjórnarklefa voru bilaðir. Þjálfunarstjóri hjá Icelandair, sem þjálfar flugmenn á eins vélar, segir skýrar verklagsreglur vera til um vinnuferla komi bilun upp í slíkum mælum. Rannsakendur vinna enn hörðum höndum að því að safna saman gögnum um hvað varð til þess að flugvél Lion Air hrapaði í hafið nokkrum mínútum eftir að flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í síðustu viku. Allir farþegar vélarinnar og áhöfn fórust í slysinu, alls 189 manns. Brak úr vélinni hefur fundist sem og svarti kassi vélarinnar. Rannsakendur hafa greint frá því að bilun hafi verið á hraða- og hæðarmælum vélarinnar í síðustu fjórum ferðum hennar en eins og fram hefur komið var vélin um tveggja mánaða gömul og af gerðinni Boeing 737-MAX 8, sömu gerðar og tvær af nýjustu farþegaflugvélum Icelandair. Spurningar hafa vaknað um öryggi vélanna eftir að svo nýleg flugvél fórst. Þjálfunarstjóri Icelandair segir að ef um alvarlega bilun væri að ræða væru flugmálayfirvöld búin að kyrrsetja vélar um allan heim. Hraði flugvéla er mældur í gegnum í gegnum loftið og eru gögnin sótt í gegnum rör eða mæli á vélinni en ekki er notast við mælingar við jörð. Í gegnum þessa mæla er áríðandi að réttur hraði sjáist á skjám, einfaldlega svo hægt sé að fljúga flugvélinni.Þórarinn Hjálmarsson, þjálfunarstjóri hjá IcelandairVísir/Stöð 2„Þarna gætu hafa stíflast þessi rör og þetta hefur gerst í flugsögunni í gegnum árin mjög oft. Þegar að þetta gerist að menn missa hraðamælana að þá er því miður ekki von á góðu,“ segir Þórarinn Hjálmarsson, þjálfunarstjóri hjá Icelandair á Boeing 734-MAX8 flugvélar. Þórarinn segir að í handbókum og leiðbeiningum um vélarnar sé alveg skýrt hvernig bregaðst skuli við, komi slíkar aðstæður upp, og til að árétta það sendi flugvélaframleiðandinn öllum þeim flugfélögum sem fljúga 737-MAX vélum leiðbeiningar þess efnis. „Í þessum tilfellum þegar þetta gerist, þá er stóra málið og lykillinn að sleppa frá þessu að setja ákveðið aðfallshorn á flugvélina og ákveðið afl á mótorana sem eru atriði sem við þurfum bara að muna, við erum í raun að taka alla sjálfstýringu út og síðan þurfum við bara að fara í bækur og við gætum þurft að fara inn og lenda eftir töflum, sem er þá bara afl og aðfallshorn,“ segir Þórarinn. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Gögn úr svarta kassa Lion Air farþegaflugvélarinnar sem fórst úti fyrir strönd Jövu í síðustu viku sýna að mælar í flugstjórnarklefa voru bilaðir. Þjálfunarstjóri hjá Icelandair, sem þjálfar flugmenn á eins vélar, segir skýrar verklagsreglur vera til um vinnuferla komi bilun upp í slíkum mælum. Rannsakendur vinna enn hörðum höndum að því að safna saman gögnum um hvað varð til þess að flugvél Lion Air hrapaði í hafið nokkrum mínútum eftir að flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í síðustu viku. Allir farþegar vélarinnar og áhöfn fórust í slysinu, alls 189 manns. Brak úr vélinni hefur fundist sem og svarti kassi vélarinnar. Rannsakendur hafa greint frá því að bilun hafi verið á hraða- og hæðarmælum vélarinnar í síðustu fjórum ferðum hennar en eins og fram hefur komið var vélin um tveggja mánaða gömul og af gerðinni Boeing 737-MAX 8, sömu gerðar og tvær af nýjustu farþegaflugvélum Icelandair. Spurningar hafa vaknað um öryggi vélanna eftir að svo nýleg flugvél fórst. Þjálfunarstjóri Icelandair segir að ef um alvarlega bilun væri að ræða væru flugmálayfirvöld búin að kyrrsetja vélar um allan heim. Hraði flugvéla er mældur í gegnum í gegnum loftið og eru gögnin sótt í gegnum rör eða mæli á vélinni en ekki er notast við mælingar við jörð. Í gegnum þessa mæla er áríðandi að réttur hraði sjáist á skjám, einfaldlega svo hægt sé að fljúga flugvélinni.Þórarinn Hjálmarsson, þjálfunarstjóri hjá IcelandairVísir/Stöð 2„Þarna gætu hafa stíflast þessi rör og þetta hefur gerst í flugsögunni í gegnum árin mjög oft. Þegar að þetta gerist að menn missa hraðamælana að þá er því miður ekki von á góðu,“ segir Þórarinn Hjálmarsson, þjálfunarstjóri hjá Icelandair á Boeing 734-MAX8 flugvélar. Þórarinn segir að í handbókum og leiðbeiningum um vélarnar sé alveg skýrt hvernig bregaðst skuli við, komi slíkar aðstæður upp, og til að árétta það sendi flugvélaframleiðandinn öllum þeim flugfélögum sem fljúga 737-MAX vélum leiðbeiningar þess efnis. „Í þessum tilfellum þegar þetta gerist, þá er stóra málið og lykillinn að sleppa frá þessu að setja ákveðið aðfallshorn á flugvélina og ákveðið afl á mótorana sem eru atriði sem við þurfum bara að muna, við erum í raun að taka alla sjálfstýringu út og síðan þurfum við bara að fara í bækur og við gætum þurft að fara inn og lenda eftir töflum, sem er þá bara afl og aðfallshorn,“ segir Þórarinn.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02
Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03