Jóhanna harðorð: Erlendis væri ráðherra með fortíð Bjarna farinn frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 07:22 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira