Jóhanna harðorð: Erlendis væri ráðherra með fortíð Bjarna farinn frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 07:22 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. vísir/vilhelm Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skýtur föstum skotum í færslu sem hún setti á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Tilefnið er frétt Stundarinnar þar sem fjallað var um fjármál fyrirtækja í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en fréttin birtist eftir að lögbanni var aflétt af fréttaflutningi miðilsins upp úr hinum svokölluðu Glitnisskjölum. Í fréttinni var greint frá því að Bjarni hafi tekið virkan þátt í stjórnun fjárfestingarfélaga í eigu fjölskyldunnar en félögin hafa fengið afskriftir upp á 130 milljarða króna. Þá segir jafnframt að flest fyrirtækjanna sem tilheyrðu fjölskyldunni hafi í kjölfar hrunsins orðið gjaldþrota eða verið yfirtekin af kröfuhöfum en mikilvægasta félagið sem fjölskyldan hélt eftir hafi verið Kynnisferðir. Jóhanna leggur út af fréttinni í færslu sinni og gagnrýnir hversu lítið aðrir fjölmiðlar en Stundin hafi fjallað um málið. Hún furðar sig jafnframt á svörum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær þegar hún var spurð út í þessa fortíð Bjarna þar sem ráðherrann sagði að athafnir fyrir hrun ráði ekki ráðherradómi. Jóhanna er algjörlega ósammála þessu og segir að erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá: „Bjarni og hans fjölskylda hafði sem sagt allt sitt á þurru meðan almenningur tapaði fúlgum frjár í hruninu. Það sem undrun sætir er að þegar Logi Einarsson tók málið upp á Alþingi í dag kom Katrín Jakobsdóttir Bjarna í skjól og sá ekkert athugavert við að hann sæti í stóli fjármálaráðherra. Erlendis væri fjármálaráðherra með þessa fortíð löngu farinn frá og ítarleg rannsókn sett í gang. Ætlar stjórnarandstaðan að gera eitthvað í málinu, krefjast umræðu og rannsóknar á þessu, eða ætlar hún að þegja eins og flestir fjölmiðlar? Þetta mál er hneyksli og á ekki að líðast,“ segir Jóhanna í færslunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira