Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2018 21:15 Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“ Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59