Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum.
Í tilkynningunni segir að tryggja verði virka samkeppni í flugsamgöngum, neytendum til hagsbóta.
„Almenningur í landinu á mikið undir því að virk samkeppni ríki í flugsamgöngum. Þá beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim tilmælum til stjórnar Icelandair Group að velta ekki kostnaði á herðar neytenda með hækkun farmiðaverðs. Neytendasamtökin munu fylgjast náið með framvindu þessa máls.“
Greint var frá kaupum Icelandair Group á öllu hlutafé í Wow Air í dag en kaupin áttu sér skamman aðdraganda. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í samtali við Vísi í dag að gera mætti ráð fyrir því að verð á flugmiðum hækki eftir kaupin.
Biðla til Icelandair að velta ekki kostnaði á herðar neytenda

Tengdar fréttir

Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air.

Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun
Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air.

Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW
Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air.