Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. nóvember 2018 18:45 Betur gekk að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik við Helguvíkurhöfn í dag, en í gær. Hafnarstjóri segir að verið sé að tryggja skipið áður en lægð með versnandi veðri gengur upp að landinu á morgun. Illa gekk í gær að dæla eldsneyti úr flutningaskipinu Fjordvik sem situr fast á utan verðum hafnargarðinum í Helguvík eftir að skipið sigldi upp í garðinn aðfararnótt laugardags en slæmt veður varð þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra skipsins en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri. Eins og fram hefur komið var hafnsögumaður um borð þegar óhappið átti sér stað. Ef að innsigling Fjordvik hefði heppnast hefði skipið siglt a bakka þara sem sementi hefði verið dælt úr skipinu og í birgðatanka á höfninni . Eins og greint var frá í gær má sjá á ferilvöktun skipsins að það fer öfugu megin við varnargarðinn í innsiglingunni. Útgerð félagsins og tryggingarfélag vinna að því að ná öllum mengandi efnum úr skipinu svo hægt sé að koma því á flott og gengu þær aðgerðir betur í dag en búist að við því að því ljúki í kvöld. Kafarar mynduðu botninn í dag Kafarar tóku myndi af botni skipsins í dag svo hægt sé að leggja mat á það í hvaða ástandi hann er áður en ákveðið verður hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið út á sjó aftur.Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri ReykjaneshafnarVísir/JóiK„Almennt er það þannig að ef skip strandar að þá er reynt að þétta það, taka allan sjó úr því eins og hægt er og láta það fljóta og draga það þá inn þar sem hægt er að vinna betur að því upp á framhaldið,“ segir Halldór karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn. Vonast er til þess að búið verði að tæma það úr skipinu sem þarf áður en að lægð kemur inn á landið á morgun. Halldór segir að skipið verði tryggt á þeim stað þar sem það er, á meðan veðrið gengur yfir. „Það hefur verið bundið með landfestum og meiningin er að tryggja þær ennþá betur, því meðan það er eins og það er, það situr sem sagt á afturendanum inni í grjótgarðinum og framendinn flýtur, og á meðan það snýst ekki úr þeirri stellingu að þá mun það væntanlega sitja svona áfram,“ segir Halldór Karl.Kafarar tóku myndir af botni skipsins í dag. Í framhaldinu verður svo lagt mat á hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið á flot.Vísir/EinarÁ Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Betur gekk að ná mengandi efnum úr sementsflutningaskipinu Fjordvik við Helguvíkurhöfn í dag, en í gær. Hafnarstjóri segir að verið sé að tryggja skipið áður en lægð með versnandi veðri gengur upp að landinu á morgun. Illa gekk í gær að dæla eldsneyti úr flutningaskipinu Fjordvik sem situr fast á utan verðum hafnargarðinum í Helguvík eftir að skipið sigldi upp í garðinn aðfararnótt laugardags en slæmt veður varð þegar óhappið átti sér stað. Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra skipsins en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri. Eins og fram hefur komið var hafnsögumaður um borð þegar óhappið átti sér stað. Ef að innsigling Fjordvik hefði heppnast hefði skipið siglt a bakka þara sem sementi hefði verið dælt úr skipinu og í birgðatanka á höfninni . Eins og greint var frá í gær má sjá á ferilvöktun skipsins að það fer öfugu megin við varnargarðinn í innsiglingunni. Útgerð félagsins og tryggingarfélag vinna að því að ná öllum mengandi efnum úr skipinu svo hægt sé að koma því á flott og gengu þær aðgerðir betur í dag en búist að við því að því ljúki í kvöld. Kafarar mynduðu botninn í dag Kafarar tóku myndi af botni skipsins í dag svo hægt sé að leggja mat á það í hvaða ástandi hann er áður en ákveðið verður hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið út á sjó aftur.Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri ReykjaneshafnarVísir/JóiK„Almennt er það þannig að ef skip strandar að þá er reynt að þétta það, taka allan sjó úr því eins og hægt er og láta það fljóta og draga það þá inn þar sem hægt er að vinna betur að því upp á framhaldið,“ segir Halldór karl Hermannsson, hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn. Vonast er til þess að búið verði að tæma það úr skipinu sem þarf áður en að lægð kemur inn á landið á morgun. Halldór segir að skipið verði tryggt á þeim stað þar sem það er, á meðan veðrið gengur yfir. „Það hefur verið bundið með landfestum og meiningin er að tryggja þær ennþá betur, því meðan það er eins og það er, það situr sem sagt á afturendanum inni í grjótgarðinum og framendinn flýtur, og á meðan það snýst ekki úr þeirri stellingu að þá mun það væntanlega sitja svona áfram,“ segir Halldór Karl.Kafarar tóku myndir af botni skipsins í dag. Í framhaldinu verður svo lagt mat á hvernig og með hvaða hætti skipið verður dregið á flot.Vísir/EinarÁ
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Hollensku sérfræðingarnir könnuðu aðstæður um borð Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun. 4. nóvember 2018 11:39