Þurrkur truflar skipasiglingar á Rínarfljóti Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 14:27 Um 80% af vöruflutningum með skipum í Þýskalandi fara fram um Rínarfljót. Skip þar hafa ekki getað siglt fullfermd vegna þurrks undanfarna mánuði. Vísir/EPA Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina. Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina.
Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira