Þurrkur truflar skipasiglingar á Rínarfljóti Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 14:27 Um 80% af vöruflutningum með skipum í Þýskalandi fara fram um Rínarfljót. Skip þar hafa ekki getað siglt fullfermd vegna þurrks undanfarna mánuði. Vísir/EPA Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina. Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira
Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina.
Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Sjá meira