Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Trump forseti þegar hann tilkynnti að hann hygðist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2020. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira