Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Hluti eftirlitsdýralæknanna er ráðinn inn tímabundið í sláturtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira