Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 08:03 Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. Fréttablaðið/Eyþór Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast félagsfundar vegna erfiðrar stöðu sem komin er upp í félaginu fordæma formann og stjórn félagsins fyrir að hafa hvorki staðfest móttöku listans né orðið við beiðninni en lög Sjómannafélagsins kveða á um að 100 félagsmenn þurfi til að boða til fundar í félaginu. Rúmlega 160 félagsmenn kröfðust þess að félagsfundur yrði haldinn til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr sjómannafélaginu. „Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna,“ segir í yfirlýsingu átta félagsmanna. Þeir segja að framferði stjórnarinnar vera félaginu til minnkunar og að hún skaði ímynd allra félagsmanna. „Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið ný sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og við krefjumst svara strax,“ segja félagsmennirnir. Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í gær, að lögmæti kröfunnar sé óljóst. Það ætti eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina væru í raun félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Yfirlýsingin í heild sinni:Eftirfarandi bréf var sent til formanns, gjaldkera og á almennt netfang Sjómannafélags Íslands:Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftalistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.Sigurður Jóhann AtlasonRúnar GunnarssonDavíð SigurðssonSæþór ÁgústssonSigurdór HalldórssonÓlafur Ingvar KristjánssonJúlíus JakobssonFriðrik Elís Ásmundsson Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast félagsfundar vegna erfiðrar stöðu sem komin er upp í félaginu fordæma formann og stjórn félagsins fyrir að hafa hvorki staðfest móttöku listans né orðið við beiðninni en lög Sjómannafélagsins kveða á um að 100 félagsmenn þurfi til að boða til fundar í félaginu. Rúmlega 160 félagsmenn kröfðust þess að félagsfundur yrði haldinn til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr sjómannafélaginu. „Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna,“ segir í yfirlýsingu átta félagsmanna. Þeir segja að framferði stjórnarinnar vera félaginu til minnkunar og að hún skaði ímynd allra félagsmanna. „Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið ný sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og við krefjumst svara strax,“ segja félagsmennirnir. Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í gær, að lögmæti kröfunnar sé óljóst. Það ætti eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina væru í raun félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Yfirlýsingin í heild sinni:Eftirfarandi bréf var sent til formanns, gjaldkera og á almennt netfang Sjómannafélags Íslands:Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftalistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.Sigurður Jóhann AtlasonRúnar GunnarssonDavíð SigurðssonSæþór ÁgústssonSigurdór HalldórssonÓlafur Ingvar KristjánssonJúlíus JakobssonFriðrik Elís Ásmundsson
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45