Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 21:00 Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59