Innlent

Vitni fullyrða að skoti hafi verið hleypt af

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fólkið var handtekið á tólfta tímanum í dag.
Fólkið var handtekið á tólfta tímanum í dag. VÍSIR/Jóhann K.
Karl og kona eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar hennar á vopnaburði í Stangarhyl í Ártúnsholti á ellefta tímanum í morgun.

Lögreglu hafði borist tilkynning um ógnandi mann með skotvopn á svæðinu. Þá fullyrða vitni að skoti hafi verið hleypt af, en ekki er talið að vopninu hafi verið beint að fólki.

Fólkið var handtekið á tólfta tímanum í Skipholti í sameiginlegri aðgerð lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra, eins og Vísir hefur áður greint frá.

Bifreið sem fólkið var á var haldlögð, auk vopnsins sem um ræðir og skotfæra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×