Það verður enginn Daniele De Rossi sem ferðast með Roma til Moskvu í næstu viku en Rossi er meiddur.
Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma, staðfesti þetta í samtali við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Roma gegn Fiorentina.
De Rossi meiddist í leik Roma gegn Napoli um síðustu helgi. Hann fór útaf meiddur í fyrri hálfleik en það var hans 450. leikur í ítölsku úrvalsdeildinni.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson sleppa því við að mæta De Rossi á þriðjudaginn er liðin mætast í Moskvu.
Roma er með sex stig og er á toppnum ásamt Real Madrid en CSKA er í þriðja sætinu með fjögur sig.
Arnór og Hörður sleppa við De Rossi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn


„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“
Íslenski boltinn

