Einn „grjótharður“ ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 09:45 Árásin varð fyrir utan Subway við Hamraborg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira