Fagnar úttektinni en segir eigin uppsögn óverðskuldaða og meiðandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 16:20 Bjarni Már Júlíusson. Aðsend Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, fagnar niðurstöðu í úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni Már sendir frá sér og má sjá hér að neðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að uppsögn þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunni, og Bjarna sjálfs hafi verið réttmæt. Áslaug Thelma hélt því fram að uppsögn hennar, sem framkvæmd var af Bjarna Má, mætti rekja til þess að hún hefði kvartað yfir framkomu hans í garð kvenna í fyrirtækinu. Áslaugu Thelmu og Bjarna Má hafa verið sendar niðurstöður innri endurskoðunar á ástæðum uppsagna þeirra. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, féllst á að kalla mætti málið „storm í vatnsglasi“, nú þegar niðurstaða lægi fyrir í málinu. Það hafi þó alls ekki legið fyrir áður en ráðist var í úttektina.Yfirlýsing í tilefni af skýrslu Innri endurskoðunar um ON „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir og staðfestir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styrr hefur staðið um var réttmæt og byggði á faglegu mati. Þá er það ein af niðurstöðum skýrslunnar að ásakanir um mismunun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við samstarfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyrirvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meiðandi og til hennar gripið í skyndi án þess að mér væri gefinn kostur á að útskýra mitt mál. Það fundust mér kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR/Orku náttúrunnar. Það hefur verið ömurleg reynsla fyrir mig og fjölskyldu mína að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af málsatvikum. Ég vona að með niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.“ Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, fagnar niðurstöðu í úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni Már sendir frá sér og má sjá hér að neðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að uppsögn þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunni, og Bjarna sjálfs hafi verið réttmæt. Áslaug Thelma hélt því fram að uppsögn hennar, sem framkvæmd var af Bjarna Má, mætti rekja til þess að hún hefði kvartað yfir framkomu hans í garð kvenna í fyrirtækinu. Áslaugu Thelmu og Bjarna Má hafa verið sendar niðurstöður innri endurskoðunar á ástæðum uppsagna þeirra. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, féllst á að kalla mætti málið „storm í vatnsglasi“, nú þegar niðurstaða lægi fyrir í málinu. Það hafi þó alls ekki legið fyrir áður en ráðist var í úttektina.Yfirlýsing í tilefni af skýrslu Innri endurskoðunar um ON „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir og staðfestir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styrr hefur staðið um var réttmæt og byggði á faglegu mati. Þá er það ein af niðurstöðum skýrslunnar að ásakanir um mismunun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við samstarfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyrirvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meiðandi og til hennar gripið í skyndi án þess að mér væri gefinn kostur á að útskýra mitt mál. Það fundust mér kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR/Orku náttúrunnar. Það hefur verið ömurleg reynsla fyrir mig og fjölskyldu mína að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af málsatvikum. Ég vona að með niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.“
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38