Versta ár sögunnar mögulega eldgosi á Íslandi að kenna Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2018 16:15 Par virðir fyrir sér hraun úr gosinu á Fimmvörðuhálsi, sem tengist fréttinni ekki. Vísir/Getty Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að árið 536 hafi verið versta ár mannkynssögunnar og ástæðuna megi meðal annars rekja til eldgoss á Íslandi.Á vef Sciencemag er haft eftir sagnfræðingnum og fornleifafræðingnum Michael McCormick að árið 536 hafi verið verra en árið 1349 þegar Svarti dauði setti mark sitt á Evrópu og verra en árið 1918 þegar spænska veikin gekk yfir heiminn.McCormick starfar við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum en hann segir að árið 536 hafi dularfull þoka lagst yfir Evrópu, Miðausturlöndin og hluta af Asíu. Í átján mánuði lá þokan yfir öllu sem skyggði á geisla sólarinnar með því afleiðingum að meðalhitastigið yfir sumarmánuðina á var í kringum 1,5 til 2,5 gráður, sem leiddi til kaldasta áratugar á 2.300 ára skeiði.Snjóaði að sumri í Kína Sumarið 536 snjóaði í Kína og mikil hungursneyð ríkti vegna uppskerubrests. Á Írlandi eru til frásagnir af uppskerubrest á árunum 536 til 539. Farsótt sem einkenndist af eitlabólgu geisaði í egypsku borginni Pelusium. Drepsóttin sem kennd er við rómverska keisarann Justinían fór einnig illa með íbúa í austur hluta rómverska veldisins á þeim tíma. Oft hefur sjötta öldin verið kölluð hinar myrku miðaldir en uppruni þokunnar sem lá yfir öllu hefur verið hulinn vísindamönnum.Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á flugumferð í Evrópu, en ekki í nánd jafn alvarlega áhrif og hið meinta gos á sjöttu öld.Vísir/GettyTeymið sem McCormick og jöklafræðingurinn Paul Mayeweski leiddu greindi hins vegar íslög í jökli í Sviss sem beindi sjónum þeirra að mögulegum sökudólgi. Greint var frá niðurstöðunni á ráðstefnu í Harvard-háskóla í síðustu viku þar sem því er haldið fram að um hafi verið að ræða öskumistur frá eldgosi á Íslandi árið 536. Tvö önnur eldgos á Íslandi, árið 540 og 547, bættu ekki úr skák að sögn vísindamanna. Þessar hamfarir auk farsótta urðu valdur að mikilli hnignun í Evrópu sem stóð yfir til ársins 640.Köld sumur rakin til eldgosa Rannsóknir vísindamanna á veðurfari á miðöldunum, með því að skoða árhringi trjáa, hafa ávall leitt til þeirrar spurningar sem ekki hefur fengist svar við, hvers vegna í ósköpunum var svona óvenjulega kalt í kringum 540? Rannsóknir á jöklum á Grænlandi og Suðurskautslandinu hafa gefið ákveðnar vísbendingar til kynna. Hafa vísindamenn bent á að þegar eldgos verður þá fari mikið af brennisteini, bismúti og öðrum jarðefnum í andrúmsloftið sem mynda þar hjúp sem gerir það að verkum að sólarljós nær ekki í gegn, sem veldur kólnun. Teymi sem Michael Sigl, sem starfar við háskólann í Bern, hefur borið saman rannsóknir á árhringjum trjáa við rannsóknir á jöklum og komist að því að rekja megi köld sumur á síðastliðnum 2.500 árum til eldgosa. Paul Mayeweski og teymið hans ákváðu að leita að sömu öskulögum í Colle Gnifetti jöklinum í Sviss. Vísindamennirnir boruðu 72 metra ofan í jökulinn og drógu þar upp upplýsingar sem ná yfir 2.000 ára tímabil sem ber merki um fjölda eldgosa og aðrar hamfarir.Hér má sjá hraun úr gosinu í Holuhrauni.Vísir/GettyGeislaskurður og röntgenmyndgreining Með aðstoð geislaskurðtækni gátu vísindamennirnir bútað jöklasýnið niður og kannað þannig niður njörvað tímabil sem sýndu á köflum þróun ísbreiðunnar yfir stutt tímabil, jafnvel einungis vikur og daga. Í sýninu sem var frá vorinu árið 536 fundust leifar af ösku. Með hjálp röntgentækni komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að agnirnar væru mjög áþekkar þeim sem hafa fundist á Íslandi. Vísindamennirnir eru þó á þeirri skoðun að frekari sannanir þurfi svo hægt sé að úrskurða um þetta með fullri vissu.Mistur frá Skaftáreldum lagðist yfir heimsálfur Landnám á Íslandi var um 870 og því engar ritaðar heimildir til um hamfaragos á borð við það sem átti sér stað árið 536 og því væntanlega verk vísindamanna að finna út úr því. Árið 1783 hófst hins vegar hamfaragos sem kennt er við Skaftárelda og stóð yfir í átta mánuði og til miklar samtímaheimildir um það sem Jón Steingrímsson eldklerkur ritaði. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að árið 536 hafi verið versta ár mannkynssögunnar og ástæðuna megi meðal annars rekja til eldgoss á Íslandi.Á vef Sciencemag er haft eftir sagnfræðingnum og fornleifafræðingnum Michael McCormick að árið 536 hafi verið verra en árið 1349 þegar Svarti dauði setti mark sitt á Evrópu og verra en árið 1918 þegar spænska veikin gekk yfir heiminn.McCormick starfar við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum en hann segir að árið 536 hafi dularfull þoka lagst yfir Evrópu, Miðausturlöndin og hluta af Asíu. Í átján mánuði lá þokan yfir öllu sem skyggði á geisla sólarinnar með því afleiðingum að meðalhitastigið yfir sumarmánuðina á var í kringum 1,5 til 2,5 gráður, sem leiddi til kaldasta áratugar á 2.300 ára skeiði.Snjóaði að sumri í Kína Sumarið 536 snjóaði í Kína og mikil hungursneyð ríkti vegna uppskerubrests. Á Írlandi eru til frásagnir af uppskerubrest á árunum 536 til 539. Farsótt sem einkenndist af eitlabólgu geisaði í egypsku borginni Pelusium. Drepsóttin sem kennd er við rómverska keisarann Justinían fór einnig illa með íbúa í austur hluta rómverska veldisins á þeim tíma. Oft hefur sjötta öldin verið kölluð hinar myrku miðaldir en uppruni þokunnar sem lá yfir öllu hefur verið hulinn vísindamönnum.Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á flugumferð í Evrópu, en ekki í nánd jafn alvarlega áhrif og hið meinta gos á sjöttu öld.Vísir/GettyTeymið sem McCormick og jöklafræðingurinn Paul Mayeweski leiddu greindi hins vegar íslög í jökli í Sviss sem beindi sjónum þeirra að mögulegum sökudólgi. Greint var frá niðurstöðunni á ráðstefnu í Harvard-háskóla í síðustu viku þar sem því er haldið fram að um hafi verið að ræða öskumistur frá eldgosi á Íslandi árið 536. Tvö önnur eldgos á Íslandi, árið 540 og 547, bættu ekki úr skák að sögn vísindamanna. Þessar hamfarir auk farsótta urðu valdur að mikilli hnignun í Evrópu sem stóð yfir til ársins 640.Köld sumur rakin til eldgosa Rannsóknir vísindamanna á veðurfari á miðöldunum, með því að skoða árhringi trjáa, hafa ávall leitt til þeirrar spurningar sem ekki hefur fengist svar við, hvers vegna í ósköpunum var svona óvenjulega kalt í kringum 540? Rannsóknir á jöklum á Grænlandi og Suðurskautslandinu hafa gefið ákveðnar vísbendingar til kynna. Hafa vísindamenn bent á að þegar eldgos verður þá fari mikið af brennisteini, bismúti og öðrum jarðefnum í andrúmsloftið sem mynda þar hjúp sem gerir það að verkum að sólarljós nær ekki í gegn, sem veldur kólnun. Teymi sem Michael Sigl, sem starfar við háskólann í Bern, hefur borið saman rannsóknir á árhringjum trjáa við rannsóknir á jöklum og komist að því að rekja megi köld sumur á síðastliðnum 2.500 árum til eldgosa. Paul Mayeweski og teymið hans ákváðu að leita að sömu öskulögum í Colle Gnifetti jöklinum í Sviss. Vísindamennirnir boruðu 72 metra ofan í jökulinn og drógu þar upp upplýsingar sem ná yfir 2.000 ára tímabil sem ber merki um fjölda eldgosa og aðrar hamfarir.Hér má sjá hraun úr gosinu í Holuhrauni.Vísir/GettyGeislaskurður og röntgenmyndgreining Með aðstoð geislaskurðtækni gátu vísindamennirnir bútað jöklasýnið niður og kannað þannig niður njörvað tímabil sem sýndu á köflum þróun ísbreiðunnar yfir stutt tímabil, jafnvel einungis vikur og daga. Í sýninu sem var frá vorinu árið 536 fundust leifar af ösku. Með hjálp röntgentækni komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að agnirnar væru mjög áþekkar þeim sem hafa fundist á Íslandi. Vísindamennirnir eru þó á þeirri skoðun að frekari sannanir þurfi svo hægt sé að úrskurða um þetta með fullri vissu.Mistur frá Skaftáreldum lagðist yfir heimsálfur Landnám á Íslandi var um 870 og því engar ritaðar heimildir til um hamfaragos á borð við það sem átti sér stað árið 536 og því væntanlega verk vísindamanna að finna út úr því. Árið 1783 hófst hins vegar hamfaragos sem kennt er við Skaftárelda og stóð yfir í átta mánuði og til miklar samtímaheimildir um það sem Jón Steingrímsson eldklerkur ritaði. Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira