Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 12:38 Sagafilm var verðlaunað fyrir að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu í morgun Vísir/Baldur Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira