
Miklar skemmdir á botni
Fjordvik var komið á þurrt í flotkví í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þar sem skipið hefur verið skoðað. Mjög miklar skemmdir eru á botni skipsins eftir að það lamdist við grjótgarð Helguvíkurhafnar í viku.
Olía enn hreinsuð
Ásbjörn Helgi Árnason, skipatæknifræðingur hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar sem rekur flotkvína í Hafnarfirði, segir að verið sé að meta hversu mikið þarf að gera við Fjordvik svo það geti flotið úr kvínni.Ásbjörn segir að allur sjór sé farinn úr vélarrúmi Fjordvik. Hann segir að enn sé verið að olíuhreinsa skipið.
Komið hefur fram að 1600 tonn af sementi eru í lestum skipsins. Ásbjörn segir að líklega verði ekki hreyft við farminum.

