Spila aftur með þrjá miðverði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Landsliðsþjálfararnir Hamrén og Freyr Alexandersson. vísir/getty Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira
Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira