Réttarríkið og RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 12:00 Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar