Theódór Elmar útilokar ekki að koma heim og spila með KR: Á inni milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:00 Theodór Elmar Bjarnason fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira