Bara misskilningur um aldursgreiningar? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2018 20:01 Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun