Lyfjastofnun bregst við lyfjaskorti með nýju kerfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein fyrir ári síðan. Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Sjá meira
Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19
Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent