Viðreisn segir ríkisstjórnina skera fyrst niður í velferðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 13:45 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/vilhelm Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum. Alþingi Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira