Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29.
Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.
AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.
Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara.
Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af.
Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.
Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.
VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O
— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018