Heiðraður vestan hafs fyrir framúrskarandi framlag til vísinda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2018 08:59 Kristján Sæmundsson, lengst til vinstri, þegar hann veitti verðlaununum viðtöku í Indianapolis í síðustu viku. Sigríður Pálmadóttir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna. Vísindi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR), veitti í síðustu viku viðtöku verðlaunum samtakanna fyrir framlag sitt til jarðfræðikortalagningar og jarðhitarannsókna. Tilkynnt var um verðlaunin í sumar en Kristján hélt vestur um haf á dögunum til að taka við þeim í Indianapolis. Samtökin veita árlega nokkur verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til jarðvísinda og þá einkum í Bandaríkjunum. Þau verðlaun sem Kristján hlýtur eru kölluð „Florence Bascom Award for Geologic Mapping“. Þau voru veitt í fyrsta sinn árið 2015. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir framlag til jarðfræðikortlagningar sem leitt hefur til nýrrar vísindaþekkingar og/eða uppgötvunar hagnýtanlegra jarðrænna auðlinda og hafa stuðlað að auknum skilningi á hugtökum og grundvallarferlum í jarðfræði.Kristján að störfum í Hvalfirði.Sigurður G. KristinssonVerðlaunahafinn þarf að hafa verið höfundur að nákvæmum jarðfræðikortum, jarðfræðisniðum og yfirlitsskýrslum sem hafa öðlast vísindalega viðurkenningu sem eru í senn aðgengileg fræðimönnum og almenningi. Fjallað var um Kristján á heimasíðu ÍSOR í sumar og má sjá umfjöllunina hér að neðan.Kristján hlýtur verðlaunin fyrir brautryðjendastarf í jarðfræðikortlagningu og rannsóknum sem hafa stuðlað að byltingarkenndum breytingum á skilningi manna á jarðfræði og brotakerfum Íslands og Norður-Atlantshafs og fyrir framlag sitt til jarðhitarannsókna og þróunar sem hefur haft gífurlegt þjóðhagslegt gildi á Íslandi.Verðlaun Kristjáns.Sigríður PálmadóttirJarðfræðikortlagning og útgáfa jarðfræðikorta er starf sem margir koma að. Kristján hefur verið höfundur að langflestum jarðfræðikortum sem gefin hafa verið út á Íslandi. Kristján þykir vera frumkvöðull á þessu sviði og fremstur meðal jafningja. Síðustu árin hefur hann unnið ásamt samstarfsfólki sínu hjá ÍSOR að útgáfu nýrra og nákvæmari korta en áður hafa verið gefin út á Íslandi og kom fimmta kortið út í síðasta mánuði (innsk: júní).Hægt er að skoða nýjustu kortin í kortavefsjá á heimasíðu ÍSOR. Viðurkenning Kristjáns nær einnig til hins mikla og ómetalega framlags hans til nýtingar jarðhita á Íslandi til orkuvinnslu. Þótt fjölmargir jarðvísindamenn ÍSOR hafi komið að þeim málum í gegnum tíðina finnst varla sú hitaveita eða það jarðgufuver á Íslandi þar sem Kristján hefur ekki lagt hönd á plóg með rannsóknum, ráðgjöf og óbilandi áhuga sínum í meira en hálf öld. Það var fyrrverandi samstarfsmaður Kristjáns við rannsóknir á jarðfræði Flateyjarskaga, Barry Voight, áður prófessor við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu, sem tilnefndi Kristján til verðlaunanna.
Vísindi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent