Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 19:11 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir segist hafa gefist upp á að reyna að komast því hvað kom fyrir daginn örlagaríka þegar hún féll fram af svölum á heimili sínu á Spáni í janúar síðastliðnum. Þetta sagði Sunna Elvíra í Íslandi í dag í kvöld en í fréttum í ágúst sögðust forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að fall Sunnu Elvíru væri enn til rannsóknar. Sunna lamaðist til lífstíðar í því slysi. Sunna sagði í Íslandi í dag að ómögulegt væri að vita hvað varð til þess að hvað gerðist og sagðist ekki vilja horfa í baksýnisspegilinn. „Það var rosalega erfitt fyrst af því ég var svo mikið að reyna að brjóta heilann um hvað hefði komið fyrir en ég gat það ekki. Minnið var ekki til staðar og er ekki til staðar. Dagarnir á undan og eftir slys, ég man ekki neitt sem er eðlilegt þegar maður verður fyrir svona miklu áfalli,“ sagði Sunna. Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs. Hún ákvað því að láta þar við sitja. Greint var frá því að í ágúst að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, hefði átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í kvöld að það hefði verið sameiginleg ákvörðun. Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns hefði verið þung og erfið til að ganga frá skilnaðinum. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Játuðu hjá lögreglu en neita fyrir dómi Sigurður Kristinsson neitaði sök þegar hann tók afstöðu til ákæru héraðssaksóknara í svokölluðu Skáksambandsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 25. október 2018 15:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir segist hafa gefist upp á að reyna að komast því hvað kom fyrir daginn örlagaríka þegar hún féll fram af svölum á heimili sínu á Spáni í janúar síðastliðnum. Þetta sagði Sunna Elvíra í Íslandi í dag í kvöld en í fréttum í ágúst sögðust forsvarsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að fall Sunnu Elvíru væri enn til rannsóknar. Sunna lamaðist til lífstíðar í því slysi. Sunna sagði í Íslandi í dag að ómögulegt væri að vita hvað varð til þess að hvað gerðist og sagðist ekki vilja horfa í baksýnisspegilinn. „Það var rosalega erfitt fyrst af því ég var svo mikið að reyna að brjóta heilann um hvað hefði komið fyrir en ég gat það ekki. Minnið var ekki til staðar og er ekki til staðar. Dagarnir á undan og eftir slys, ég man ekki neitt sem er eðlilegt þegar maður verður fyrir svona miklu áfalli,“ sagði Sunna. Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs. Hún ákvað því að láta þar við sitja. Greint var frá því að í ágúst að lögreglan hefði hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, hefði átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra á Spáni. Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í kvöld að það hefði verið sameiginleg ákvörðun. Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns hefði verið þung og erfið til að ganga frá skilnaðinum.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 Játuðu hjá lögreglu en neita fyrir dómi Sigurður Kristinsson neitaði sök þegar hann tók afstöðu til ákæru héraðssaksóknara í svokölluðu Skáksambandsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 25. október 2018 15:04 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
Játuðu hjá lögreglu en neita fyrir dómi Sigurður Kristinsson neitaði sök þegar hann tók afstöðu til ákæru héraðssaksóknara í svokölluðu Skáksambandsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 25. október 2018 15:04