Aukin hætta á gróðureldum á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 20:30 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór. Almannavarnir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Búast má við tíðari skógareldum í Kaliforníu vegna loftslagsbreytinga og veðurfræðingur telur það geta haft áhrif á búsetu á svæðinu. Áhættan er einnig til staðar á Íslandi þar sem hlýnun síðustu áratuga hefur fjölgað grænum svæðum. Það hefur lengi verið viðbúið að tíðni skógarelda muni aukast samhliða hlýnun jarðar og tilheyrandi þurrkahættu. Í sumar voru hitamet slegin í Kaliforníu og rigningatímabilið, sem hefur vanalega hafist síðsumars eða á haustin, hefur dregist. „Það er búið að vera þannig núna síðasta áratug að það hefur verið óvenju þurrt og það hefur verið að hlýna þar núna í 30 ár. Og það má alveg rekja til loftlagsbreytinga. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tíðni skógarelda aukist í Norður-Ameríku hreinlega," segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir megnið af eldunum sem verða í byggð vera gróðurelda á jaðarsvæðum milli skóglendis og skipulagðrar byggðar. Aukin eldhætta á þessum svæðum gæti haft áhrif á búsetu. „Menn þurfa náttúrulega að huga að þessu og fara í raun og veru að áhættumeta svæðin sérstaklega. Nákvæmlega eins og er gert með flóðasvæði og skoða hvar sé eðlilegt að hafa byggð," segir Halldór. Þetta sé eitthvað sem huga þurfi orðið að á Íslandi. „Hlýnun síðustu áratuga hefur valdið grænkun og það er alveg hægt að kortleggja það. Með grænna landi og meiri skógvexti eykst áhættan af skógareldum," segir Halldór. Stærstu gróðureldar sem hafa komið upp hér á landi eru Mýraeldar sem stóðu yfir í þrjá daga í apríl 2006 en síðan hafa tíu minni eldar verið skrásettir. „Þetta er í raun og veru ný náttúruvá fyrir okkur og þá kemur aftur að þessari spurningu um skipulag," segir Halldór. „Almannavarnir meta það sem svo að áhættan sé sennilega mest í frístunda- og sumarhúsabyggðum. Þar ertu kominn nánast í sömu aðstæður og eru vestanhafs, þar sem þú ert með heilmikið af trjám í kringum byggð og í Skorradalnum hefur verið unnið sérstakt áhættumat út af þessu," segir Halldór.
Almannavarnir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira