Hjón fá milljónir í bætur eftir dramatíska handtöku og gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2018 17:29 Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku hjónin árla morguns fyrir framan börn hjónanna á heimili þeirra í nóvember árið 2016. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem þau sættu í tengslum við rannsókn lögreglu á íkveikju haustið 2016. Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar lögreglu á málinu eftir að tívolísprengja hafði verið sprengd við húðflúrstofuna Immortal Arts í Dalshrauni í Hafnarfirði aðfaranótt 1. nóvember árið 2016. Voru þessi fjórir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Voru þau í fjóra daga í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að lögreglan hefði kannað öryggismyndavélar nærri vettvangi brotsins. Þar mátti sjá tvo menn koma á mótorhjóli að húsnæðinu, kasta inn sprengju og aka á brott. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að ekki væri hægt að þekkja þá einstaklinga sem þar áttu hlut í máli. Hæstiréttur taldi lögreglu ekki hafa leitt í ljós rökstuddan grun um að þeir einstaklingar sem nú væru lausir úr haldi, hefðu framið brotin með því að vísa til upplýsinga frá vitnum sem ekki vilja láta nafna sinna getið. Dómur í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu féll á fimmtudag. Þar kemur fram að hjónin hafi verið handtekin af vopnuðum lögreglumönnum á heimili sínu árla morguns 3. nóvember árið 2016. Voru þau í gæsluvarðhaldi til 7. nóvember. Gerð var húsleit á heimili hjónanna þar sem síma- og tölvugögn voru skoðuð og munir í eigu hjónanna og barna haldlagðir. Íslenska ríkið mótmælti ekki bótakröfunni en taldi hana of langt úr hófi, en karlinn fór fram á sex milljónir og konan sömuleiðis. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að dæma bæði karlinum og konunni tvær milljónir í bætur.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Komin aftur á fullt með nýja stofu Ólafía Kristjánsdóttir og Andri Már Engilbertsson hafa opnað húðflúrstofuna sína aftur eftir að stofan var eyðilögð í fyrra. Þau létu það ekki stoppa sig og reksturinn er komin á fullt flug á nýjum stað. 25. júlí 2017 09:30
Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46
Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Kveikt var í húðflúrstofunni Immortal Arts um leið og hún hóf starfsemi. 11. nóvember 2016 14:42
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48