Innlent

Ósáttur farþegi kýldi leigubílstjóra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leigubílstjórar stóðu í ströngu í nótt.
Leigubílstjórar stóðu í ströngu í nótt. Vísir/Getty
Leigubílstjóri var kýldur af ósáttum farþega klukkan fimm í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Ekki er nánar greint frá tildrögum ósættisins en þetta var ekki eina tilfellið sem kom upp á milli leigubílstjóra og farþega í nótt. Klukkan hálf sex kom lögregla leigubílstjóra til aðstoðar í Breiðholti en þar hafði farþegi, í annarlegu ástandi, neitað að greiða fyrir farið.

Þá brást hann einnig illa við afskiptum lögreglu og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×