Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2018 20:16 Donald Trump undir regnhlíf fyrir utan aðsetur Frakklandsforseta í dag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira