Mikil óvissa í upphafi með braggann Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:04 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira