Lærðu ýmislegt af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Alexandria Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Getty/Rick Loomis Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira