Forsætisráðherra segir ummæli Miðflokksmanna dapurleg Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2018 15:45 Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, rifjar upp að MeToo-byltingin hafi byrjað fyrir ári. Þar hafi konur í stjórnmálum ekki hvað síst átt frumkvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upplifun af kynbundinni orðræðu og kynferðislegri áreitni. „Það er dapurlegt að skynja þessi viðhorf ekki síst í garð stjórnmálakvenna sem skína út úr þessum samtölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þingmennirnir hafi ekki verið í opinberum erindagjörðum hafi þeir verið innan um almenning þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli. „Okkur ber skylda til að umgangast embætti okkar af virðingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórnmálamenn og okkur þingmenn. Þetta mun hafa áhrif á virðingu Alþingis og virðingu stjórnmálanna og það er mjög dapurlegt,“ segir forsætisráðherra. Þetta muni einnig hafa áhrif á samskipti fólks og flokka í þinginu. Þetta afhjúpi það kynbundna orðalag sem vakin hafi verið athygli á í me-too byltingunni gagnvart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kannist við. „Þar sem er talað um stjórnmálakonur með tilteknum hætti. Mjög niðrandi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auðvitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafnréttisátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auðvitað er þetta eitthvað sem maður kannast við,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þeir þingmenn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregðist við.Siðareglur ná út fyrir veggi þingshússins Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir alls ekki eðilegt að þingmenn tali með þessum hætti um samþingsmenn sína. „Þetta er óafsakanlegt og óverjandi, það orðbragð sem þarna virðist hafa verið notað. Alveg sérstaklega sorglegt að sjá svona talað um konur í stjórnmálum,“ segir forseti Alþingis. Þetta verði rætt í forsætisnefnd, væntanlega á vettvangi formanna þingflokka og jafnvel í þingsal. Siðareglur Alþingis kveði á um að þingmenn tali hver um annan af virðingu.Siðareglurnar almennt. Gilda þær bara hér innanhúss eða ná siðareglur þingmanna út fyrir veggi Alþingishússins? „Já, þær gera það og við gerðum það mjög fortakslaust í breytingum síðastliðinn vetur. Einmitt í framhaldi af metoo hreyfingunni. Að þeir þættir siðareglnanna gilda um þingmenn alls staðar sem þeir eru sem þingmenn og á almannafæri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Katrín ræddi einnig málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Forsætisráðherra segir dapurlegt að skynja þau viðhorf sem fram komi í ummælum þingmanna Miðflokksins þegar varla sé liðið ár frá upphafi MeToo-umræðunnar þar sem konur í stjórnmálum meðal annarra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, rifjar upp að MeToo-byltingin hafi byrjað fyrir ári. Þar hafi konur í stjórnmálum ekki hvað síst átt frumkvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upplifun af kynbundinni orðræðu og kynferðislegri áreitni. „Það er dapurlegt að skynja þessi viðhorf ekki síst í garð stjórnmálakvenna sem skína út úr þessum samtölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þingmennirnir hafi ekki verið í opinberum erindagjörðum hafi þeir verið innan um almenning þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli. „Okkur ber skylda til að umgangast embætti okkar af virðingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórnmálamenn og okkur þingmenn. Þetta mun hafa áhrif á virðingu Alþingis og virðingu stjórnmálanna og það er mjög dapurlegt,“ segir forsætisráðherra. Þetta muni einnig hafa áhrif á samskipti fólks og flokka í þinginu. Þetta afhjúpi það kynbundna orðalag sem vakin hafi verið athygli á í me-too byltingunni gagnvart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kannist við. „Þar sem er talað um stjórnmálakonur með tilteknum hætti. Mjög niðrandi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auðvitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafnréttisátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auðvitað er þetta eitthvað sem maður kannast við,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þeir þingmenn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregðist við.Siðareglur ná út fyrir veggi þingshússins Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir alls ekki eðilegt að þingmenn tali með þessum hætti um samþingsmenn sína. „Þetta er óafsakanlegt og óverjandi, það orðbragð sem þarna virðist hafa verið notað. Alveg sérstaklega sorglegt að sjá svona talað um konur í stjórnmálum,“ segir forseti Alþingis. Þetta verði rætt í forsætisnefnd, væntanlega á vettvangi formanna þingflokka og jafnvel í þingsal. Siðareglur Alþingis kveði á um að þingmenn tali hver um annan af virðingu.Siðareglurnar almennt. Gilda þær bara hér innanhúss eða ná siðareglur þingmanna út fyrir veggi Alþingishússins? „Já, þær gera það og við gerðum það mjög fortakslaust í breytingum síðastliðinn vetur. Einmitt í framhaldi af metoo hreyfingunni. Að þeir þættir siðareglnanna gilda um þingmenn alls staðar sem þeir eru sem þingmenn og á almannafæri,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Katrín ræddi einnig málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21