Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 14:01 Gunnar Bragi segir þingmenn "alls ekki“ þurfa að segja af sér vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn. „Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega. Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland höndina á Alþingi í morgun.Vísir/VilhelmGunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld. „Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öllu sem þarna fór fram.“ Hann segir listann langan yfir fólk sem hann þurfi að biðja afsökunar. Hann telur þetta þó ekki munu hafa neinar afleiðingar innan Miðflokksins. „Nei. Við sitjum í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum að læra af þessu og gera upp við þetta fólk sem þarna er rætt um,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir þó ljóst að hann geri engan greinarmun á kynjunum. Hann fari ófögrum orðum um Loga Einarsson og Friðrik Ómar. „Það sitja allir í rauninni undir sama ruglinu í manni.“Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland lásu upp yfirlýsingu í tilefni af orðum Gunnars Braga og félaga í morgun.Gunnar Bragi telur ekki að hegðun þingmannanna eigi að leiða til afsagnar. Þau þurfi þó að læra af þessum mistökum sínum. „Ég held það sé engin ástæða til að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið af sér,“ segir Gunnar Bragi. Fólk eigi samt ekki að tala svona. Svo þurfi að ræða það hvort eðlilegt sé að taka upp samtöl fólks úti í bæ. Fréttamaður benti Gunnari Braga á að hann væri opinber persóna og orðin hefðu verið látin falla á opnum vettvangi „Jú, en við eigum líka okkar líf.“ Þegar þingmanninum var bent á að þingmenn í öðrum löndum hafi margir hverjir sagt af sér þingmennsku við minna tilefni og hvort íslensku þingmennirnir sex ættu ekki að gera það, var svar Gunnars Braga afdráttarlaust. „Engan veginn.“Forseti Íslands býður Alþingismönnum og mökum til árlegrar veislu á Bessastöðum í kvöld.Vísir/GVAForseti Íslands býður þingmönnum og mökum til veislu að Bessaastöðum í kvöld. Um er að ræða árlega veislu sem allajafna fer fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna hátíðarhalda á laugardaginn í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. „Ég vona að enginn hætti við að mæta út af þessum orðum okkar,“ segir Gunnar Bragi. Fréttamaður spurði Gunnar Braga hvort hann ætlaði að drekka appelsínusafa á Bessastöðum í kvöld. „Ætli það ekki.“Viðtalið í heild við Gunnar Braga má sjá hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. Hann er afdráttarlaus aðspurður hvort þingmennirnir eigi að segja af sér. Alls ekki, segir þingmaðurinn. „Þetta er okkur til minnkunar að sjálfsögðu. Menn lenda örugglega í því að hegða sér illa þegar menn taka því aðeins of alvarlega að fara út að skemmta sér,“ segir Gunnar Bragi. Ekkert þeirra sé þannig að það drekki áfengi dagsdaglega. Heimir Már Pétursson ræddi við Gunnar Braga í morgun þegar fram voru komin vafasöm ummæli meðal annars um unga þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Oddnýju Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi réttir Ingu Sæland höndina á Alþingi í morgun.Vísir/VilhelmGunnar Bragi segist ekki viss um að hann drekki of mikið áfengi. Mögulega drekki hann of lítið. Á sama tíma muni hann ekki öllu því sem fram fór þetta kvöld. „Ég verð að viðurkenna að ég man ekki eftir öllu sem þarna fór fram.“ Hann segir listann langan yfir fólk sem hann þurfi að biðja afsökunar. Hann telur þetta þó ekki munu hafa neinar afleiðingar innan Miðflokksins. „Nei. Við sitjum í þessari súpu nokkuð mörg. Við þurfum að læra af þessu og gera upp við þetta fólk sem þarna er rætt um,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi segir þó ljóst að hann geri engan greinarmun á kynjunum. Hann fari ófögrum orðum um Loga Einarsson og Friðrik Ómar. „Það sitja allir í rauninni undir sama ruglinu í manni.“Oddný Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Inga Sæland lásu upp yfirlýsingu í tilefni af orðum Gunnars Braga og félaga í morgun.Gunnar Bragi telur ekki að hegðun þingmannanna eigi að leiða til afsagnar. Þau þurfi þó að læra af þessum mistökum sínum. „Ég held það sé engin ástæða til að einhver af þessum þingmönnum segi af sér þingmennsku eða eitthvað slíkt. Það hefur enginn brotið af sér,“ segir Gunnar Bragi. Fólk eigi samt ekki að tala svona. Svo þurfi að ræða það hvort eðlilegt sé að taka upp samtöl fólks úti í bæ. Fréttamaður benti Gunnari Braga á að hann væri opinber persóna og orðin hefðu verið látin falla á opnum vettvangi „Jú, en við eigum líka okkar líf.“ Þegar þingmanninum var bent á að þingmenn í öðrum löndum hafi margir hverjir sagt af sér þingmennsku við minna tilefni og hvort íslensku þingmennirnir sex ættu ekki að gera það, var svar Gunnars Braga afdráttarlaust. „Engan veginn.“Forseti Íslands býður Alþingismönnum og mökum til árlegrar veislu á Bessastöðum í kvöld.Vísir/GVAForseti Íslands býður þingmönnum og mökum til veislu að Bessaastöðum í kvöld. Um er að ræða árlega veislu sem allajafna fer fram 1. desember en flýta þurfti veislunni í ár vegna hátíðarhalda á laugardaginn í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. „Ég vona að enginn hætti við að mæta út af þessum orðum okkar,“ segir Gunnar Bragi. Fréttamaður spurði Gunnar Braga hvort hann ætlaði að drekka appelsínusafa á Bessastöðum í kvöld. „Ætli það ekki.“Viðtalið í heild við Gunnar Braga má sjá hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 12:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent