Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 10:56 Á þinginu nú rétt í þessu en þar er loft lævi blandið eftir að ummæli þingmanna Flokks fólksins og Miðflokksins voru opinberuð. visir/vilhelm Nokkrar þingkonur munu koma saman nú klukkan 11:30 til að ræða afar gróf ummæli um sig sem féllu á hinum fræga fundi Miðflokksmanna og þingmanna Flokks fólksins. Þetta kemur fram á RÚV en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem er ein þeirra sem farið er um afar ófögrum orðum staðfestir þetta. Hún segir reyndar ummælin dæma sig sjálf og að hún vilji ekki setjast í dómarasæti.Sæta stelpan hún Áslaug Vísir náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún er að skoða málið. Samkvæmt heimildum Vísis er hún hin unga Sjálfstæðiskona sem nefnd er í umræddu rausi, að hún væri sæt stelpa sem farið væri að falla á.Gunnar Bragi býður Ingu Sæland hönd sína á þinginu nú í morgun.visir/vilhelmAðrar sem fengu að vera sérstaklega á milli tanna þingmanna þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins, voru þær Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu og svo Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkonu, sem nú starfar fyrir þingið. Oddný er algjör apaköttur Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu hefur sagt að ummælin vitni um stæka kvenfyrirlitningu. Oddný hefur einnig sagt, í samtali við Vísi, að ummælin dæmi sig sjálf. En um hana sagði Gunnar Bragi: „Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“ Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“ Anna Kolbrún Árnadóttir leggur það til málanna, á téðum Klaustursfundi, að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar. „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi. Hann hefur reyndar sagt í dag að hann hafi orðið steinhissa þá er hann heyrði í sjálfum sér. En, hann kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“. Meðal þeirra ummæla sem Bergþór lét falla um Ingu Sæland var svo að hún væri „húrrandi klikkuð kunta“. Bergþór hefur beðið Ingu afsökunar á ummælum sínum en hún segist vilja fyrirgefa það en vill sjá hvað dagurinn ber í skauti sínu. Þó allar þær sem þegar hafa tjáð sig segi að ummælin dæmi sig sjálf bendir flest til þess að við þau verði ekki búið. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Nokkrar þingkonur munu koma saman nú klukkan 11:30 til að ræða afar gróf ummæli um sig sem féllu á hinum fræga fundi Miðflokksmanna og þingmanna Flokks fólksins. Þetta kemur fram á RÚV en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem er ein þeirra sem farið er um afar ófögrum orðum staðfestir þetta. Hún segir reyndar ummælin dæma sig sjálf og að hún vilji ekki setjast í dómarasæti.Sæta stelpan hún Áslaug Vísir náði tali af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún er að skoða málið. Samkvæmt heimildum Vísis er hún hin unga Sjálfstæðiskona sem nefnd er í umræddu rausi, að hún væri sæt stelpa sem farið væri að falla á.Gunnar Bragi býður Ingu Sæland hönd sína á þinginu nú í morgun.visir/vilhelmAðrar sem fengu að vera sérstaklega á milli tanna þingmanna þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins, voru þær Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu og svo Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingkonu, sem nú starfar fyrir þingið. Oddný er algjör apaköttur Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu hefur sagt að ummælin vitni um stæka kvenfyrirlitningu. Oddný hefur einnig sagt, í samtali við Vísi, að ummælin dæmi sig sjálf. En um hana sagði Gunnar Bragi: „Oddný er ekkert ágæt. Hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, getur ekki neitt.“ Um unga ónafngreinda stjórnmálakonu úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég held reyndar að [...] geti verið helvíti öflug. Hún er helvíti sæt stelpa.“ Anna Kolbrún Árnadóttir leggur það til málanna, á téðum Klaustursfundi, að strákar séu upp til hópa lesblindir en stelpur talnablindar. „Er það þess vegna sem þær vita ekki hjá hvað mörgum þeir sofa hjá,“ svaraði Gunnar Bragi. Hann hefur reyndar sagt í dag að hann hafi orðið steinhissa þá er hann heyrði í sjálfum sér. En, hann kallaði Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins „kræfa kerfiskerlingu“. Meðal þeirra ummæla sem Bergþór lét falla um Ingu Sæland var svo að hún væri „húrrandi klikkuð kunta“. Bergþór hefur beðið Ingu afsökunar á ummælum sínum en hún segist vilja fyrirgefa það en vill sjá hvað dagurinn ber í skauti sínu. Þó allar þær sem þegar hafa tjáð sig segi að ummælin dæmi sig sjálf bendir flest til þess að við þau verði ekki búið.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36