„Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta“ Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 09:24 Sigmundur Davíð eru ekki vandaðar kveðjurnar á hans eigin Facebookvegg. Visir/Ernir Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.Sagður ósómi Íslands Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg. Fyrstu viðbrögð eru þau að þarna séu „kjánalegir karlar á ferð“ og svo byrjar ballið. Fáir vilja sýna því skilning að þeir hafi verið þarna í góðu fjöri að ræða málin sín á milli. „Hypjaðu þig ofan í holuna sem þú skreiðs upp úr á sínum tíma og þrælskammastu þín – og þið allir. Ósómi Íslands,“ segir í einni athugasemdinni hvar bætt er við að: „Gott er að eiga kenningar á lofti um takmarkaðan áhuga kvenna á stjórnmálum vegna persónuníðs þegar maður er sjálfur persónuníðingur…“Þegar þetta er skrifað eru kominn hátt í 80 ummæli, flest á þennan veg en sjá má færslu Sigmundar Davíðs hér neðar.Samsærisbull um hlerunarbúnað Og þannig er tónninn í þeim sem leggja orð í belg á Facebooksíðu fyrrverandi forsætisráðherra. Honum er bent á eftirfarandi: „Sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta.“ Einhverjum þykir magnað að það skuli ekki svo mikið sem hvarfla að Sigmundi Davíð að biðjast afsökunar. „Hvílíkur lúði.“ Svo virðist sem búið sé að eyða einhverjum ummælum ef marka má eina athugasemdina sem er á þá leið að Sigmundur Davíð þoli ekki gagnrýnina því hann sé búinn að fela hana. „Nei í alvöru!?!? Er þetta það sem þú ætlar að segja?? Eitthvað samsærisbull um hlerunarbúnað?“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór yfir málið í Bítinu í morgun og nefndi þar Sigmund Davíð. „Hann iðrast yfir höfuð aldrei. Það er allt öðrum að kenna. Hann á sínar samsæriskenningar alltaf.“Spjall Ingu við Bítismenn má heyra hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent