Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:36 Helga Vala Helgadóttir sagðist Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01