Bergþór biðst afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 01:01 Bergþór kannast ekki við að hafa notað orðfæri áður á borð við það sem DV og Stundin hafi eftir honum. Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld. Vísir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. Stundin greindi frá því í kvöld að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Bergþór segir í færslu á Facebook hafa rætt við Ingu í kvöld og beðið hana afsökunar á framgöngu sinni. Bergþór sat að sumbli á hótelbar í miðborginni þann 20. nóvember ásamt kollegum úr Miðflokki og Flokki fólksins. Á upptökum sem bárust DV og Stundinni í formi nafnleysis hvetja þingmenn Miðflokksins Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, til að skipta um lið. En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. Komið til okkar.“ Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sex þingmanna sem ræddu málin umrætt kvöld. Hafa orð hans vakið mikla athygli miðað við fyrri ummæli um að breyta þurfi orðræðu karla í bakherbergjum. Hann tjáði DV í kvöld að öll umræða um að fá þingmenn yfir í aðra flokka væri á léttum nótum. Það væri oft talað á þessum nótum og væri grín. Bergþór segir að sér hafi orðið hressilega á í messunni umrætt kvöld og notað munnsöfnuð í garð Ingu sem hefði ekkert sér til sakar unnið að verðskulda það. „Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.“ Hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við Flokk fólksins. „Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.“ Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld en tjáði DV að Miðflokkurinn gæti étið það sem úti frysi. Uppfært klukkan 08:09: Karl Gauti Hjaltason hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna orða sinna: Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland. Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. Stundin greindi frá því í kvöld að Bergþór hefði kallað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu“. Bergþór segir í færslu á Facebook hafa rætt við Ingu í kvöld og beðið hana afsökunar á framgöngu sinni. Bergþór sat að sumbli á hótelbar í miðborginni þann 20. nóvember ásamt kollegum úr Miðflokki og Flokki fólksins. Á upptökum sem bárust DV og Stundinni í formi nafnleysis hvetja þingmenn Miðflokksins Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, til að skipta um lið. En þetta snýst allt um, og ég held við séum öll í þessum slag til að láta gott af okkur leiða, og það eru miklu meiri líkur til þess að það gerist undir merkjum Miðflokksins heldur en Flokks fólksins af því að þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu sem formann Flokks fólksins, sem þið ráðið ekkert við. Þið ráðið ekkert við hana. Segið mér ef ég hef rangt fyrir mér. Ég mundi ekki ráða við hana, Sigmundur mundi ekki. Hún er fokking tryllt. Komið til okkar.“ Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var einn þeirra sex þingmanna sem ræddu málin umrætt kvöld. Hafa orð hans vakið mikla athygli miðað við fyrri ummæli um að breyta þurfi orðræðu karla í bakherbergjum. Hann tjáði DV í kvöld að öll umræða um að fá þingmenn yfir í aðra flokka væri á léttum nótum. Það væri oft talað á þessum nótum og væri grín. Bergþór segir að sér hafi orðið hressilega á í messunni umrætt kvöld og notað munnsöfnuð í garð Ingu sem hefði ekkert sér til sakar unnið að verðskulda það. „Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.“ Hann lýsir yfir ánægju með samstarfið við Flokk fólksins. „Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.“ Inga Sæland svaraði ekki fyrirspurnum fréttastofu í kvöld en tjáði DV að Miðflokkurinn gæti étið það sem úti frysi. Uppfært klukkan 08:09: Karl Gauti Hjaltason hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu vegna orða sinna: Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland. Við höfum unnið að einurð fyrir kjósendur okkar og lagt fram mörg góð mál sem við hétum því að vinna að.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32