Jose Mourinho mun ekki fá neina refsingu fyrir flöskufögnuð sinn á hliðarlínunni á Old Trafford í leik Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.
Frammistaða United í leiknum var ekki til eftirbreytni en liðið fór þó með sigur af hólmi þökk sé sigurmarki Marouane Fellaini í uppbótartíma.
Mourinho brást nokkuð óvenjulega við markinu, labbaði að tveimur bökkum af vatnsbrúsum á hliðarlínunni, sparkaði öðrum þeirra niður og tók hinn upp og grýtti í jörðina.
UEFA hefur ákveðið að refsa Portúgalanum ekki fyrir hegðun hans.
Mourinho sleppur við refsingu

Tengdar fréttir

Mourinho: Hef verið fjórtán sinnum í Meistaradeildinni og fjórtán sinnum komist áfram
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var sem fyrr í stuði eftir 1-0 sigur Manchester Unitd á Young Boys í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn var afar torsóttur.

Mourinho montaði sig eftir leik en Scholes var ekki skemmt
Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með 1-0 sigri á svissneska félaginu Young Boys á Old Trafford.