Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2018 21:16 Logi Einarsson segir að yfirlýsingar um meint hrossakaup með sendiherrastöður verði ræddar á þinginu. vísir/vilhelm Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra. Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra.
Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17