Hús rís í Ingólfsfirði eftir sjötíu ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2018 21:30 Frá Eyri við Ingólfsfjörð. Nýja íbúðarhúsið sést fremst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Eftir áratuga hlé hefur kyrrðin í Ingólfsfirði á Ströndum verið rofin með hamarshöggum og vélarhljóðum. Fyrsta íbúðarhúsið í yfir sjötíu ár rís nú á Eyri en þar var síldarverksmiðja rekin fram yfir stríð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Litla þorpið á Eyri við Ingólfsfjörð er frægast fyrir síldarverksmiðjuna sem byggð var á árunum 1943 til 1944, tíu árum á eftir verksmiðjunni í Djúpuvík, en starfseminni í Ingólfsfirði lauk árið 1951. Áratug síðar hófst rækjuútgerð þaðan með rækjuvinnslu en eftir að hún hætti árið 1971 lagðist þorpið í dvala. En nú heyrast aftur hamarshögg. Þar er verið að byggja hús, það fyrsta sem rís á Eyri í meira en sjötíu ár. Að smíðinni stendur Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur frá Ingólfsfirði. Guðjón segir föður sinn hafa byggt hús árið 1946 og frændi hans hafi byggt hús ári áður, 1945.Guðjón Egill Ingólfsson verkfræðingur byggir nýja húsið í Ingólfsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gamla íbúðarhúsið á Eyri er orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, sem sækir þangað til orlofsdvalar á sumrin, og segist Guðjón með húsbyggingunni vera að rýma til fyrir systkini sín. „Þannig að ég sé ekki fyrir þeim í fjölskylduhúsinu þegar þau eru að koma.“ -Þannig að þetta er hugsað sem sumarbústaður? „Já, þetta er svona sumarhús fyrir mig hérna á sumrin.“Séð út Ingólfsfjörð. Gamla síldarverksmiðjan í forgrunni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðjón fæddist í Ingólfsfirði árið 1956 og bjó þar fram á unglingsár. Hann gerði húsið fokhelt fyrir veturinn og stefnir að því að klára það næsta sumar. Hann telur þessa húsbyggingu þó ekki merki þess að byggðaþróun sé að snúast við í Árneshreppi. „Þó að heilsársbúseta í bili virðist kannski vera að leggjast af þá á þessi sveit, svona á annan hátt, mikla framtíð fyrir sér, það er engin spurning,“ segir Guðjón. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. 28. september 2018 22:00