Hviður allt að 45 metrum á sekúndu víða um land í miklu hríðarveðri og stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 11:15 Vindaspáin fyrir kvöldið er ekkert sérstök. veðurstofa íslands Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni. Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni.
Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15