Innlent

Loka viðkvæmu svæði sem er nýkomið undan Breiðamerkurjökli

Kjartan Kjartansson skrifar
Svæðið afmarkast af Jökulsárlóni að vestanverðu.
Svæðið afmarkast af Jökulsárlóni að vestanverðu. Mynd/Stöð 2.
Akstur vélknúinna ökutækja hefur verið bannaður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs til að vernda viðkvæmt svæði sem hefur komið undan jökli við hop Breiðamerkurjökuls undanfarin ár. Þjóðgarðsverðir telja að akstur þar geti valdið varanlegum umhverfisspjöllum.

Tilkynnt var um ákvörðunina í stjórnartíðindum í gær. Svæðið er á austanverðum Breiðamerkursandi og afmarkast af Veðurá að austan- og sunnanverðu, Jökulsárlóni að vestanverðu og núverandi ísjaðri Breiðamerkurjökuls að norðanverðu.

Lokunin er sögð ná til vetraraksturs, aksturs á snævi þakinni og frosinni jörð. Á svæðinu er engir vegir og gildi þar því að öðru leyti bann við akstri vélknúinna ökutækja utan vega í Vatnajökulsþjóðgarði. Lokunin gildir til 30. apríl. Þörf fyrir áframhaldandi vetrarlokun verður tekin í september.

Forsendur ákvörðunarinnar nú eru sagðar þær að svæðið sem er nýkomið undan Breiðamerkurjökli sé viðkvæmt og að mestu leyti ósnortið af manna völdum. Akstur þar geti haft neikvæðar afleiðingar í för með sér þar sem hætta geti skapast á að varanleg slóð eða för myndist, jafnvel þótt jörð sé þakin snævi og frosin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×